Pennar

Hér fyrir neðan er kynning á föstum pennum Ferðapressunar.

 

asbjorn
Ásbjörn Björgvinsson

 • Rafvirki og brunasérfræðingur.
 • Framkvæmdastjóri LAVA- Eldfjalla og jarðskjálftamiðstöðvar Íslands á Hvolsvelli.
 • Frumkvöðull í hvalaskoðunarferðum við Ísland og stofnandi Hvalasafnsins á Húsavík. Áður framkvæmdastjóri Markaðsstofu Norðurlands, formaður Ferðamálasamtaka Íslands.
  Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Mývatn, Flateyjardalur og Vestfirðir.

bjarnheidur
Bjarnheiður Hallsdóttir

 • Diplom Betriebswirt með áherslu á ferðaþjónustu frá Fachhochschule München í Þýskalandi.
 • Eigandi Katla Travel GmbH, Viator ehf / Viator Summerhouses GmbH og Katla DMI ehf. Framkvæmdastjóri þess síðarnefnda.
 • Áður: Starfsmaður Set Reisen GmbH í München, ýmis ráðgjafarstörf á Íslandi, m.a. starfsmaður stýrihóps um stefnumótun í ferðaþjónustu á Íslandi 1995-1996, stundakennsla í ferðaþjónustutengdum greinum við Ferðamálaskóla MK í Kópavogi og Háskóla Íslands.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Langisandur á Akranesi, Öræfasveit og Hellnar á Snæfellsnesi.

dr
Edward Huijbens

 • Doktor í landfræði frá Durham háskóla í Englandi
 • Prófessor við Háskólann á Akureyri og sérfræðingur á Rannsóknamiðstöð ferðamála
 • Leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands og meiraprófsbílstjóri. Starfaði alltaf á sumrin með námi í rúman áratug sem leiðsögumaður ferðafólks um allt land með hollensku og ensku sem tungumál , grípur í leiðsögn í skipaferðum af og til enn þann dag í dag. Hefur einnig starfað við framreiðslu.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Öræfasveit, Barðaströndin og Melrakkaslétta …miðborg Reykjavíkur (eins og að koma til útlanda).

Einar_web
Einar Bárðarson

 • MBA frá Háskólanum í Reykjavík
 • Rekstarstjóri Reykjavík Excursions 
 • Áður forstöðumaður Höfuðborgarstofu. Sat í stjórn Inspired By Iceland og Fagráði ferðaþjónustunnar.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Miðborg Reykjavíkur, Borgarfjöður Eystri og Suðurlandsundirlendið eins og það leggur sig.

 hronn_web
Hrönn Greipsdóttir

 • Viðskiptafræðingur frá HÍ, MBA Finance frá CASS í London, próf í Verðbréfamiðlun frá HR.
 • Framkvæmdastjóri Eldeyjar TLH hf. fjárfestingafélags.
 • Áður Ferðaþjónustan við Geysi, innanlandseild Úrval-Útsýn, framkvæmdastjóri Hótel Sögu ehf., framkvæmdastjóri SPF dótturfyrirtækis Spron, forstöðumaður á fyrirtækjasviði Arion banka, fjárfestingastjóri hjá Arev verðbréfafyrirtæki.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Haukadalur, Þórsmörk og Borgarfjörður eystri.
   

thorir_web
Þórir Garðarsson

 • Alþjóðleg ferðamarkaðsfræði IATA/UFTA frá Ferðamálaskóla Íslands.
 • Stjórnarformaður og forstöðumaður viðskiptaþróunar hjá Allrahanda Gray Line.
 • Hefur starfað við samgöngur og ferðaþjónustu í rúm 35 ár, mest við eigin rekstur.Varaformaður Samtaka Ferðaþjónustunnar, SAF, fulltrúi SAF í Ferðamálaráði, stjórnarmaður í Samtökum atvinnulífsins fyrir hönd SAF, situr í stjórn Cruise Iceland og í Fagráði ferðaþjónustunnar hjá Íslandsstofu, áheyrnarfulltrúi SAF í Menningar- og ferðamálaráði Reykjavíkurborgar.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Vestfirðir, undir Eyjafjöllum og Ásbyrgi.

Ingibjorg_web
Ingibjörg Ólafsdóttir

 • Nam dönsku og þýsku við Háskóla Íslands.
 • Framkvæmdastjóri Hótels Sögu.
 • Áður hótelstjóri á Hótel Íslandi, hótelstjóri á Radisson SAS í Leeds, Holiday Inn Express í Leeds og Park Plaza í Leeds.Verkefnastjórn við stofnun ráðstefnuskrifstounnar Meet in Reykjavík.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Jökulsárgljúfur, Snæfellsnes og Borgarfjörður.

petur_web
Pétur Óskarsson

 • Diplom Betriebswirt með áherslu á markaðsfræði frá Fachhochschule Augsburg í Þýskalandi.
 • Eigandi Katla Travel GmbH, Viator ehf / Viator Summerhouses GmbH og Katla DMI ehf. Framkvæmdastjóri Viator.
 • Áður: Starfsmaður Icelandair í Austurríki, Tollgæslunnar í Keflavík, Ríkisútvarpsins og Set Reisen GmbH í München.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Árneshreppur á Ströndum, Hornstrandir og Hafnarfjörður.


Hildur_web
Hildur Gréta Jónsdóttir

 • Landfræðingur frá Háskóla Íslands.
 • Kennari í Ferðamálaskólanum í Kópavogi.
 • Áður flugfreyja hjá Loftleiðum og hjá Samvinnuferðum Landsýn við að skipuleggja og markaðssetja ferðir um Ísland.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Hrísey á Eyjafirði, Jökulsárgljúfur og Þingvellir..

Gudrun-thora
Guðrún Þóra Gunnarsdóttir

 • MBA í stjórnun ferðaþjónustu frá Háskólanum í Guelph, Ontario í Kanada, MA í samanburðarbókmenntum frá háskólanum í Oregon, USA. Diploma í hagnýtri fjölmiðlun frá HÍ og BA í íslensku frá HÍ.
 • Forstöðumaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála
 • Áður: Hefur starfað við uppbyggingu menntunar og rannsókna í ferðaþjónustu s.l. tvo áratugi. Deildarstjóri ferðamáladeildar Háskólans á Hólum frá stofnun hennar 1996 og til ársins 2009 og síðan lektor við sömu deild þar til í maí 2016. Starfaði við ferðaþjónustuna á Hólum 1995-6.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Svarfaðardalur, Askja og Árneshreppur.

Skapti
Skapti Örn Ólafsson

 • Stundaði nám í stjórnmála- og sagnfræði við Háskóla Íslands og diplómanám í markaðsfræði og almannatengslum við Háskólann í Reykjavík
 • Upplýsingafulltrúi Samtaka ferðaþjónustunnar.
 • Áður: Störf við almannatengsl og markaðsmál, t.d. hjá Sjálfstæðisflokknum 2006 – 2013, við blaðamennsku og eitt af fyrstu störfunum var á flugvellinum Í Vestmannaeyjum, hjá Flugleiðum og síðar Flugfélagi Íslands.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Vestmannaeyjar, Flatey á Breiðafirði og Mývatn.

dora
Dóra Magnúsdóttir

 • Háskólapróf í landfræði, fjölmiðlafræði, markaðsfræði og stjórnsýslu.
 • Markaðsstjóri Farfugla og leiðsögumaður.
 • Áður: Deildarstjóri í upplýsingadeild Icelandair, markaðsstjóri Íslenskra ævintýraferða, kynningarstjóri Þjóðminjasafnsins, markaðs- og kynningarstjóri Höfuðborgarstofu, framkvæmdastjóri Volcano House.
 • Hefur setið í stjórnum Ferðamálasamtaka Höfuðborgarsvæðisins, Ferðamálasamtaka Íslands, Ráðstefnuskrifstofu Íslands og Sjóminjasafnsins Víkurinnar.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Herðubreiðarlindir, Garðskagi og 101 Reykjavík.

dr2

Dr. Rögnvaldur Ólafsson

 • Doktor í eðlisfræði frá St. Andrews háskóla í Skotlandi.
 • Stundar rannsóknir í ferðamálum, aðallega talningar á ferðafólki á helstu ferðamannastöðum landsins á láglendi og hálendi. Stjórnarformaður Rannsóknamiðstöðvar ferðamála frá 2010.
 • Áður: Raunvísindastofnun Háskóla Íslands, fyrst sem sérfræðingur og síðar sem dósent í eðlisfræði.
 • Tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Marel frá stofnun til 1983. Vísindafulltrúi við íslenska sendiráðið í Brussel á árunum 1994 til 1997 og sat í ýmsum vísinda- og tækninefndum ESB sem fulltrúi Íslands. Frá 2004 og þar til hann lét af störfum fyrir aldurs sakir í árslok 2013 forstöðumaður og formaður stjórnar Stofnunar rannsóknasetra Háskóla Íslands. Hefur komið að og stundað rannsóknir í ferðamálum síðan 2007.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Reykjanes, Fjallabak og Skagafjörður

Steinar
Steinar Þór Sveinsson

 • BA í stjórnmálafræði frá HÍ. M.Sc. í International Business Administration frá Viðskiptaháskólanum í Kaupmannahöfn.
 • Sjálfstæður leiðsögumaður.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Vestfirðir, hálendi Íslands, flestir staðir utan alfaraleiða, þar sem ekki finnst malbik.

Tomas

Tómas Guðmundsson

 •  Rekstrarfræðingur (HA) og viðskiptafræðingur (HÍ).
 • Ritstjóri (Text Manager) hjá TripCreator (tripcreator.com).
 • Áður: Markaðs-, menningar- og ferðamál hjá Akraneskaupstað og áður Akureyri og nágrenni.
 • Annar höfunda Ferðahandbókar fjölskyldunnar, sem gefin var út hjá Máli og menningu.
 • Margvísleg kynningarverkefni fyrir ferðaþjónustu.
 • Höfundur og leiðbeinandi á þjónustunámskeiðum fyrir starfsfólk í ferðaþjónustu.
 • Markaðsstjóri Icelandtotal (Icelandair).
 • Hugmyndasmiður og verkefnastjóri við ferðaátakið Ísland sækjum það heim.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Snæfellsnes, Vestfirðir og Vestmanneyjar.

Mynd eftir Bjarna Þór Bjarnason

Bryndís Kristjánsdóttir

 • BA í íslensku frá HÍ, Ma í hagnýtri ritstjórn og útgáfu
 • Leiðsögumaður og verkefnisstjóri hjá The Cinema / Lífsmynd kvikmyndagerð ehf.
 • Áður: Sviðsstjóri samskipta- og fræðslusviðs Lýðheilsustöðvar, blaðamaður,
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Vestfirðir, Þórsmörk og Vatnajökulsþjóðgarður

Mynd eftir Bjarna Þór Bjarnason

Arngrímur Viðar Ásgeirsson

 • Grunnskólakennari með Íþróttir og heilsu sem sérgrein.
 • Starfar við ferðaþjónustu hjá eigin fjölskyldufyrirtæki, Álfheimum, Borgarfirði Eystra. Þar reka þau m.a Hótelið Álfheima,
 • sem er það hótel sem er lengst frá Keflavíkurflugvelli og Reykjavík.
 • Áður: Ferðaskrifstofa Austurlands. Ýmis þróunarverkefni í ferðaþjónustu á Austurlandi og Borgarfirði.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi: Borgarfjörður eystri, Djúpivogur og Hallormsstaðaskógur.

Mynd eftir Bjarna Þór Bjarnason

Ársæll Harðarson

 • MBA (Cand Merc) í alþjóðaviðskiptum, og ferðaþjónustu. Lokaritgerð fjallaði um efnahagslega þýðingu ferðamanna til Íslands. („Ökonomisk betydning af indgående turisme til Island“)
 • Forstöðumaður og Svæðisstjóri hjá Icelandair á fjarmörkuðum, m.a fyrir Asíu, Suður- og Austur Evrópu.
 • Áður: Fyrsti framkvæmdastjóri Ráðstefnuskrifstofu Íslands, svæðisstjóri Icelandair í Kaupmannahöfn, forstöðumaður markaðssviðs og staðgengill Ferðamálastjóra hjá Ferðamálastofu.
 • Ársæll hefur víðtæka reynslu af stjórnarstöfum innan ferðaþjónustunnar sem stjórnarmaður/stjórnarformaður í nefndum og ráðum, m.a Ráðstefnuskrifstou Íslands, Iceland Naturally, Cruise Iceland, Ráðgjafanefnd um byggingu Hörpu tónlistar og ráðstefnuhúss, og fl.
 • Ársæll er núverandi formaður Íslensk-kínverska viðskiptaráðsins.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Hvalfjörður, Vestfirðir, íslenskir golfvellir.

Mynd eftir Bjarna Þór Bjarnason

Rögnvaldur Guðmundsson

 • Ferðamálafræðingur frá Lillehammer í Noregi. Nám í sagnfræði og íslensku við HÍ. Kennsluréttindi frá HÍ.
 • Eigandi og framkvæmdastjóri hjá Rannsóknum og ráðgjöf ferðaþjónustunnar ehf ( RRF)
 • Áður (sumt enn): Kennari við Iðnskólann í Hafnarfirði og Garðaskóla í Garðabæ. Ferðamálafulltrú hjá Hafnarfjarðarbæ. Verkefnastjóri hjá Rannsóknaþjónustu Háskólans. Formaður háskólamenntaðra ferðamálafræðinga (FHF). Stjórnarmaður í Ferðamálasamtökum Íslands og í Ferðamálasamtökum Höfuðborgarsvæðisins. Formaður Ólafsdalsfélagsins í Gilsfirði. Formaður Samtaka um söguferðaþjónustu (SSF). Útgáfa á Sögukortum Íslands. Hefur stundað rannsóknir í ferðamálum frá 1991.
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi: Laxárdalur í Þingeyjarsýslu, Ólafsdalur í Gilsfirði og Breiðafjörður

Mynd eftir Bjarna Þór Bjarnason
Kári Jónasson

 • Leiðsögumaður frá Leiðsöguskóla Íslands í Kópavogi. Diplóm í ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum.
 • Leiðsögumaður í lengri og styttri ferðum hér á landi og á Grænlandi.
 • Áður: Blaðamaður og ljósmyndari í fyrstu við ýmsa fjölmiðla, síðan fréttamaður og fréttstjóri á Útvarpinu, ritstjóri Fréttablaðisins og aðra fjölmiðla. Hann hefur gegnt ýmsum trúnaðarstörfum í fjölmiðlaheiminum og einnig á vettvangi leiðsögumanna. Kári er Reykvíkingur, stundar gönguferðir og veiðiskap og  hefur á síðustu árum skrifað nokkuð um ferðamál og málefni tengd þeim geira.

Oddny_Thora_Oladottir
Oddný Þóra Óladóttir

 • MA í landfræði og MA frá McGill háskóla, Montreal í Kanada
 • Rannsóknastjóri hjá Ferðamálastofu.
 • Áður: Verkefnastjóri hjá Iðntæknistofnun, stundakennsla og ýmis verktakastörf. Situr í stjórn Rannsóknamiðstöðvar ferðamála
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi: Suðursveit, Selártangar, Aðalvík

Geir_Gigja
Geir Gígja

 • BA í Ferðamálafræði frá Háskólanum á Hólum.  Diploma í stjórnun og starfsmannamálum frá Háskólanum í Reykjavík.
 •  Sölu – og markaðsstjóri Hótel Cabin, Hótel Kletts og Hótel Arkar. Eigandi og stofnandi Tjalda.is og eigandi sundlaugar.is.
 • Áður: Rekstrarstjóri hjá ITA, rekstrarstjóri hjá EJS, framkvæmdastjóri Hans Petersen. Sat í undirbúningshóp við stofnun markaðsstofu Hafnarfjarðar. Situr í stjórn ferðamálasamtaka Hafnarfjarðar.
 •  Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi:  Þakgil, Húsfell, og Mývatn.

Dúi J. Landmark

 • Ljósmyndari og kvikmyndagerðarmaður. Leiðsögumaður frá Ferðamálaskóla Íslands í almennri leiðsögn á frönsku og ensku og gönguleiðsögn.Diplóma í Markaðs- og útflutningsfræði frá HÍ.
 • Starfar sem kvikmyndagerðarmaður og ökuleiðsögmaður, í ljósmynda- og fuglaskoðunarferðum sem og almennum ferðum bæði á Íslandi og á Grænlandi. Formaður SKOTVÍS og meðstjórnandi í Alliance  Française
 • Staðir í sérstöku uppáhaldi á Íslandi: Þar sem jörðin fær hlutdeild í himninum og fegurðin ríkir ein.

 

*Málaðar myndir eftir Bjarna Þór Bjarnason