Um okkur

Fyrir rúmlega 20 árum, eða í lok desember árið 1994, hittust nokkrir einstaklingar sem höfðu verið í námi erlendis í ferðamálafræðum í kjallaranum á Kaffi Reykjavík og stofnuðu Félag háskólamenntaðra ferðamálafræðinga (FHF). Á þessum tíma var umhverfi ferðaþjónustu á landinu töluvert frábrugðið því sem við þekkjum dag og orðin ferðamálafræði og ferðamálafræðingar nýyrði. Eitt af markmiðum félagsins var að stuðla að faglegri og fræðilegri umfjöllun um ferðaþjónustuna og starfaði félagið af krafti í nokkur ár.  Félagið lá síðan í dvala árum saman, á meðan félagsmenn voru að koma sér fyrir í lífinu, margir þeirra á hinum ýmsu sviðum ferðaþjónustu og aðrir annars staðar. Þessi hópur hefur þó ávallt brunnið fyrir faglegri og fræðilegri umræðu um ferðaþjónustu sem atvinnugrein og ferðamálum sem fræðigrein. Fyrir skömmu ákvað svo stjórn félagsins að blása nýju lífi í starfsemina, láta gott af sér leiða og setja gamla höfuðmarkmiðið í forgrunn. Þannig varð Ferðapressan til.