3_kjorbuinn

Ferðamaðurinn er “kjöríbúi“ hvers sveitarfélags.

Ég hef haldið því fram að ferðamaðurinn sé besti „íbúinn“ í hverju sveitarfélagi eða samfélagi. Þá er ég bæði að tala um innlenda og erlenda ferðamenn en þeir koma inn samfélagið eins og hverjir aðrir íbúar þessa lands. Þessir nýju “íbúar” styrkja og styðja margvíslegan rekstur á viðkomandi svæðum ásamt því að stuðla að hærra þjónustustigi fyrir heimamenn, til dæmis með bættum samgöngum, fjölgun veitingahúsa, hótela og gististaða, nýrri afþreyingu, minjagripa og matvælaframleiðslu og auknu framboði alls konar afþreyingar og lengingu opnunartíma almannaþjónustu svo sem sundlauga, safna og verslana og fl.

Þessir aufúsugestir nýta hinsvegar lítt þá grunnþjónustu sem hvert sveitarfélag þarf að hafa, s.s. skóla, félagsþjónustu, heilsugæslu, slökkvilið, elliheimili, leikskóla og svo framvegis. Þetta eru því kjör “íbúar” sem skilja eftir sig mikil efnahagsleg verðmæti ekki síður en félagsleg sem nýtast öllu samfélaginu. Ferðamenn bæta búsetuskilyrði og lífsgæði þeirra íbúa sem fyrir eru með margvíslegum hætti ásamt því að stuðla beint að aukinni bjartsýni og vellíðan heimamanna sem seint verður til fjár metin. Að auki njóta sveitarfélögin margvíslegra tekna af ferðaþjónustunni, s.s. útsvarstekna af þeim sem búa á svæðinu, aðstöðugjalda, fasteignagjalda, hafnargjalda og ýmissa þjónustugjalda af þessari fjölbreyttu atvinnugrein. Vissulega þurfa sveitarfélögin einnig að leggja í mismunandi mikla fjárfestingu til að byggja upp innviði sína vegna ferðamanna og ættu því að njóta enn frekari afraksturs af þeirri fjárfestingu að eigin mati….

Í nýlegri skýrslu Lilju Berglindar Rögnvaldsdóttur „Economic Effects of Tourism in Þingeyjarsýslur Analysis at the sub-national level in Iceland” sem gefin er út af Rannsóknarmiðstöð Ferðamála við Háskólan á Akureyri kemur m.a. fram:

“The total number of Annual Working Units in the tourism industry was estimated to be 313 in year 2013. Full time equivalents during the summer months accounted for 749 whereas the same number during the wintertime was 151.

The total salary cost in companies directly involved in tourism in Þingeyjarsýslur was estimated to be 1.971 m. ISK, whereof salaries from tourism activities exclusively were 1.436 m. ISK. The estimated municipal tax accounted for 176 m. ISK, representing 8,45% of the total levied municipal income tax in the region. When adjustments have been made for the employees domicile registration, this amount decreases to 145 m. ISK, or 6,9% of total municipal income tax in the region. The average monthly salary in the tourism industry in 2013 was estimated to be 324 thousand ISK.”

Þessar upplýsingar staðfesta að ferðaþjónustan skiptir samfélögum miklu máli og er mikilvægur þáttur í hagsæld og efnahag svæðisins.

Höfundur
Ásbjörn Björgvinsson

 

*Allar greinar eru birtar  á ábyrgð höfunda
*Ljósmynd eftir Thomas Linkel