Skogarfoss

AF HVERJU ER EKKI BÚIÐ AÐ LAGA?

Höfundur: Bryndís Kristjánsdóttir, leiðsögumaður

Í hvert sinn sem maður sér útraðkað og niðurnítt landssvæði á vinsælustu ferðamannastöðunum, eða á í vandræðum með hópinn sinn af því aðgengileg klósett eru hvergi í nánd, þá spyr maður sig hvernig þetta sé með peningana sem verið er að veita í uppbyggingu ferðamannastaða? Hvert fara þeir eiginlega?

Grátlegt að koma að Skógarfossi

Fyrir skömmu kom ég oftar en ekki að Skógarfossi og eins og vanalega sagði ég við hópinn minn, áður en honum var hleypt út úr rútunni: ,,Vinsamlega gangið að fossinum á mölinni við árbakkann. Þannig getum við varið grasið fyrir ágangi.” Í því var mér litið út um gluggann og sá að grasið sem ég var að reyna að verja var allt horfið! Það er líka til lítils að einn og einn leiðsögumaður reyni að skóla sinn hóp í náttúruvernd þegar stærstur hluti ferðamanna labbar hvar sem er, eyðir gróðri og gerir sífellt nýjar slóðir vítt og breitt um landið. En hvar er stýringin á umferðinni við Skógarfoss? Hvar eru a.m.k. léttar kaðlagirðingar (sbr. á Þingvöllum o.fl. stöðum) sem stýra því hvar fólkið gengur? Hver á að sjá um aðgangsstýringuna og náttúruverndina við Skógarfoss?

Framkvæmdasjóður ferðamannastaða

Ég ákvað að reyna að komast að því hvert fjármunirnir fara sem nota á í uppbyggingu á ferðamannastöðum og komst strax að því að skrá yfir styrkveitingar úr Framkvæmdasjóði ferðamannastaða er aðgengileg á vef Ferðamálastofu. Stofan hefur jafnframt umsjón með sjóðnum og tillögugerð um úthlutun úr honum. Í skránum, sem ná frá árinu 2012 til 2016, koma fram mjög áhugaverðar upplýsingar, ekki síst hvað snertir styrkveitingar til fjölmennra ferðamannastaða sem sífellt er verið að fjalla um í fjöl- og vefmiðlum vegna þess að sárlega þarf að bæta þar allar aðstæður. Einnig upplýsingar um styrkveitingar til staða þar sem aðstaðan hefur klárlega verið bætt að undanförnu.

Þetta er mikil en mjög áhugaverð lesning og með þessum pistli er stutt samantekt yfir styrkveitingar til nokkurra mjög umræddra staða. Væntanlega þekkja allir lesendur þessa miðils aðstæður á öllum eða flestum þessara staða af eigin raun og geta því sjálfir lesið í upplýsingarnar; hvort styrkveitingarnar hafa verið að fara í ,,rétt” verkefni og hvort þær hafa skilað sér þangað. Þó má í stuttu máli segja að á öllum tilgreindum stöðum er svo sannarlega ástæða til að vera í stöðugu uppbyggingar- og viðhaldsstarfi. Reglur sjóðsins voru á þá leið að þeir sem sóttu um styrk þurftu að gera ráð fyrir að koma með jafnhátt mótframlag á móti styrkveitingunni en reglunum hefur verið breytt þannig að mótframlagið er mun lægra. Þegar skrárnar eru skoðaðar er ljóst að ekkert hefur orðið úr mörgum þeirra framkvæmda sem styrkir hafa verið veittir til – alla vega ekki ennþá. Maður hlýtur þá að spyrja hvað varð þá um fjármagnið sem ætlað var til þeirra framkvæmda? Var því aldrei úthlutað, varð það eftir í sjóðnum og í hvað var það þá notað – eða féll það alveg niður? Í frétt á vefsíðu Ferðamálastofu 23. mars 2016 er farið nokkrum orðum um þetta mál og vísað í nánari upplýsingar í skýrslu iðnaðar- og viðskiptamálaráðherra um stöðu ferðamála sem Alþingi var afhent.

WC aðstaða í forgang

Sjálfri finnst mér að það eigi ekki að fara í neinar framkvæmdir á ferðamannastöðum fyrr en búið er að koma þar upp almennilegri klósettaðstöðu og tryggja fjármuni til að halda henni hreinni og í lagi. Stígagerð og aðgangsstýring – afmarkaðar gönguleiðir – kemur þar fast á eftir. Að sjálfsögðu þarf svo alltaf að skoða alla ferðamannastaði með öryggisgleraugun uppi við.

Eins og segir hér í upphafi þá er ástæða þessa pistils áhugi minn á að vita afhverju ekki er verið að bæta aðstæður á vinsælum ferðamannastöðum – ekki seinna en núna – þannig að náttúran sé varin og ferðamenn (íslenskir sem útlendir) geti öruggir notið þeirra. Og ég veit að þessi spurning brennur líka á vörum flestra samstarfsmanna minna. Svarið sem við heyrum aðallega er að ástæðan sé skortur á fjármagni – en við lestur gagnanna hlýtur maður að spyrja sig hvort það sé svo? Og um leið: Eftir hverju er eignlega verið að bíða?

Bryndís Kristjánsdóttir, leiðsögumaður, fyrrum formaður umhverfismálaráðs Reykjavíkur og um 7 ára skeið sviðsstjóri hjá opinberri stofnun þar sem unnið var skv. verkefnastjórnun.

 

*Ár Staður Kr.
2012 Mýrdalshreppur – Dyrhólaey Styrkur er veittur til að ljúka frágangi á þjónustuhúsi á Háey, undirbúning að nýju salernishúsi á Lágey og til uppbyggingar og merkingar stíga á svæðinu. 5.000.000
2013 janúar Kötlusetur sesDyrhólaey Styrkur til hönnunar og smíði fræðslu- og viðvörunarskilta fyrir Dyrhólaey. Markmið styrkveitingar er m.a. að bæta öryggi og upplýsingagjöf til ferðamanna í Dyrhólaey. Styrkurinn er liður í uppbyggingu áfangastaða ferðamanna innan Kötlu jarðvangs. 900.000
2014 maí UmhverfisstofnunDyrhólaey Styrking göngustíga (í takt við stýringu). 1.500.000
2015 maí Dyrhólaey Bílastæði við salernishús og frágangur á eldra stæði 15.000.000. Salernishús lokafrágangur og rotþróar 16.000.000. 31.000.000
2016 MýrdalshreppurDyrhóley Styrkur til hönnunar og framkvæmda við stíga, tröppur og öryggishandrið á hærri hluta Dyrhóleyjar, sem nefnist Háey. Fyrir liggur samstarfssamningur við Umhverfisstofnun, deiliskipulag og verndaráætlun til grundvallar verkefnisins. 13.000.000
2013 apríl Kötlusetur ses. – Reynisfjara Styrkur til framkvæmda í Reynisfjöru á grundvelli samþykkts deiliskipulags. Markmið styrkveitingar er að vernda náttúru, bæta aðgengi, ásýnd og umhverfi staðarins og tryggja öryggi ferðamanna með bættum merkingum. Styrkurinn er liður í uppbyggingu áfangastaða ferðamanna innan Kötlu jarðvangs. 2.700.000
2012 Rangárþing eystra – Útsýnispallur við Skógafoss Styrkur er veittur til framkvæmda við nýjan útsýnispall við Skógafoss. 5.000.000
2013 janúar Rangárþing eystra – Skipulag og uppbygging stíga við Skógafoss Styrkur til deiliskipulagsvinnu og framkvæmda við stígagerð við Skógafoss. Markmið styrkveitingar er m.a. að bæta ásýnd og yfirbragð svæðisins við Skógafoss, auka öryggi ferðamanna og stjórna umferð um svæðið. 1.350.000
2014 apríl Rangárþing eystra – Útsýnispallur og öryggishandrið við miðju Skógafoss Styrkur til hönnunar og framkvæmdar á útsýnispalli á útsýnissvæði fyrir miðri brekku við Skógafoss. Markmið styrkveitingar er að sporna við átroðningi, vernda gróður og auka öryggi þeirra ferðamanna sem koma til að skoða fossinn. 2.200.000
2014 maí Rangárþing eystraSkógarfoss Útsýnispallur, þ.e. öryggispallur og öryggishandriði við miðju Skógarfoss. Klettanef og hætta á alvarlegum slysum. 2.200.00
2013 apríl Skógræktarfélag Íslands – Opinn skógur að Skógum undir Eyjafjöllum Styrkur til framkvæmda við að byggja upp fræðslustíg í gamla skóginum að Skógum. Markmið styrkveitingar er að opna skóginn til útivistar og náttúruupplifunar og stuðla að fjölbreyttari afþreyingu fyrir ferðamenn á Skógum. 2.000.000
2013 janúar

Rangárþing eystra – Skipulagsgerð og framkvæmdir við Hamragarða og nærumhverfi  Styrkur til deiliskipulagsvinnu og landslagshönnunar, með áherslu á heildaryfirbragð svæðisins við Hamragarða og Seljalandsfoss. Markmið styrkveitingar er að láta skipuleggja og hanna svæðið við Hamragarða og Seljalandsfoss sem eina heild, vernda náttúru, menningarminjar og ásýnd svæðisins, bæta innviði fyrir ferðaþjónustu, auka öryggi og upplýsingagjöf til ferðamanna og stjórna umferð um svæðið. Styrkurinn er til undirbúnings undir framkvæmdir og er liður í uppbyggingu gæðaáfangastaða ferðamanna innan Kötlu jarðvangs

3.000.000
2014 apríl Rangárþing eystra – Hönnun og framkvæmdir við tröppur og stíg norðan megin við Seljalandsfoss Styrkur til hönnunar og smíði á járntröppum og palli norðan megin við Seljalandsfoss ásamt enduruppbyggingu og viðgerð á stígnum milli Seljalandsfoss og Hamragarða/Gljúfrabúa. Markmið styrkveitingar er að styrkja svæðið, auka fjölbreytni þess og verja áfangastaði sem vinsælir eru undan frekari ágang ferðamanna. 8.500.000
2014 maí Rangárþing eystraSeljalandsfoss Hönnun og framkvæmdir við tröppur og stíg norðan megin við Seljalandsfoss. 8.650.000
2015 janúar Rangárþing eystra – Stíga- og tröppugerð við Gljúfrabúa Styrkur til að leggja stíg að Gljúfrabúa og útbúa varanlegar tröppur að Gljúfurá/Gljúfrabúa. Markmið styrkveitingar er að vernda náttúruna fyrir ágangi og auka aðgengi ferðamanna. 1.350.000
2012 Sveitarfélagið Ölfuss – Reykjadalur Styrkur er veittur til deiliskipulags og landslagshönnunar í Reykjadal ásamt hönnun á merkingum og stígagerð. Áhersla á að bæta öryggi ferðamanna. 3.000.000
2013 janúar Sveitarfélagið ÖlfussReykjadalur Styrkur til hönnunar og framkvæmda við gönguleið í Reykjadal í Ölfusi á grundvelli deiliskipulags og framkvæmdaáætlunar. Markmið styrkveitingar er að byggja upp innviði og aðstöðu fyrir náttúrutengda ferðaþjónustu í Reykjadal í Ölfusi, vernda náttúru og menningarminjar, tryggja öryggi ferðamanna og bæta merkingar. 5.000.000
2014 apríl

HveragerðisbærReykjadalur Styrkur til deiliskipulags fyrir aðkomu og bílaplan fyrir gönguleiðina inn í Reykjadal. Markmið styrkveitingar er að styrkja svæðið til móttöku á þeim fjölmörgu ferðamönnum sem sækja vilja þennan sérstæða stað heim ásamt því að vernda viðkvæma náttúru fyrir ágangi.

2.000.000
2014 apríl

Sveitarfélagið ÖlfusReykjadalur Styrkur til að laga aðgengi að heitum læk, laga stíga og hættur við hveri ásamt því að koma fyrir snyrtingu og merkingum. Markmið styrkveitingar er að bæta öryggi ferðamanna, aðgengi þeirra að svæðinu og vernda þannig viðkvæma náttúru.

7.000.000
2014 maí Sveitarfél. HveragerðisbærReykjadalur: Viðgerðir við hveri, stígagerð, uppgræðsla. 1.000.000

 

2014 maí Sveitarfél. ÖlfusReykjadalur Uppgræðsla, göngustígar. 8.000.000
2015 febrúar Sveitarfélagið ÖlfusReykjadalur Styrkur til framkvæmda við hönnun aðstöðu við heita lækinn, gerð göngustíga og aðgerðir til að tryggja öryggi ferðmanna. Markmið styrkveitingar er að styðja við sjálfbæra uppbyggingu, náttúruvernd og aðgerðir sem auka öryggi ferðamanna. 8.000.000
2016 Sveitarfélagið Ölfus – Reykjadalur Styrkur til áframhaldandi uppbyggingar göngustíga í Reykjadal ásamt smíði göngubrúar við nýjan hver sem opnast hefur rétt við göngustíg og veldur töluverðri hættu. Einnig rennur styrkur til frumhönnunar á nýrri salernisaðstöðu. 10.000.000
2012 UmhverfisstofnunGullfoss Styrkur er veittur til hönnunarsamkeppni fyrir Gullfosssvæðið. 5.000.000
2013 janúar Umhverfisstofnun – Deiliskipulag fyrir Gullfoss  Styrkur til að vinna deiliskipulag, fullnaðarhönnun og framkvæmdaáætlun á grundvelli vinningstillögu úr hugmyndasamkeppni. Markmið styrkveitingar er m.a. að bæta ásýnd og yfirbragð Gullfosssvæðisins til framtíðar, byggja upp innviði með áherslu á aðgengi fyrir alla, öryggi og upplifun ferðamanna og náttúruvernd. Styrkurinn er til undirbúnings undir framkvæmdir á svæðinu. 1.800.000
2014 apríl Umhverfisstofnun – Nýr stigi við Gullfoss Styrkur til að reisa nýjan stiga á milli efra- og neðra svæðis við Gullfoss. Markmið styrkveitingar er að stuðla að öryggi ferðamanna og bæta aðgengi þeirra sem skoða fossinn. 10.065.000
2014 apríl Umhverfisstofnun – Útsýnispallur auk göngustíga beggja vegna hans við Gullfoss Styrkur til endurgerða útsýnispalls og gerð göngustíga beggja vegna við hans. Markmið styrkveitingar er að stuðla að öryggi ferðamanna og bæta aðgengi þeirra sem skoða fossinn. 8.195.000
2014 maí UmhverfisstofnunGullfoss Nýr útsýinspallur, lokafrágangur á efra svæði. 2.000.000
2014 maí UmhverfisstofnunGullfoss Endurnýjun á eldri útsýnispalli. 8.000.000
2014 maí UmhverfisstofnunGullfoss Endurnýjun stiga milli efra og neðra svæðis 10.000.000
2014 maí UmhverfisstofnunGullfoss Nýjar girðingar niður með ánni. 3.000.000
2015 febrúar Umhverfisstofnun – Útsýnispallur auk göngustíga beggja vegna við Gullfoss (framhaldsumsókn) Styrkur til að ljúka gerð útsýnispalla og trappa á einum fjölfarnasta ferðamannastað landsins. Markmið styrkveitingar er að vernda náttúru svæðisins fyrir ágangi og auka öryggi og ánægju gesta 5.000.000
2015 febrúar Umhverfisstofnun – Nýr stigi við Gullfoss Styrkur til að ljúka framkvæmdum við stiga á einum fjölfarnasta ferðamannastað landsins. Markmið styrkveitingar er að vernda náttúru svæðisins fyrir ágangi og auka öryggi og ánægju gesta. 5.000.000
2015 maí Gullfoss Endurnýjun á útsýnispalli 7.000.000 Endurnýjun eldri stiga 5.000.000 Hönnun stígs frá Gullfosskafffi niður að hringtorgi 1.000.000 Hönnun öryggisgirðingar vegna grjóthruns að fossi 5.000.000 Viðhald malarstíga niður að fossi 1.000.000 Nýir göngustígar auk útsýnispalls út á brún á efra svæði 15.000.000 34.000.000
2013 janúar Sveitarfélagið Bláskógabyggð – Geysir í Haukadal Styrkur til hönnunarsamkeppni og heildarskipulags fyrir Geysissvæðið. Markmið styrkveitingar er m.a. að bæta ásýnd, yfirbragð og innviði svæðisins til framtíðar, vernda náttúru og jarðminjar, tryggja aðgengi og öryggi ferðamanna og draga fram gæði svæðisins með góðri hönnun. Styrkurinn er liður í að gera Geysissvæðið að viðurkenndum gæða ferðamannastað. 20.000.000
2014 maí Sveitarfél. BláskógabyggðGeysir Geysir hverasvæði hönnun stígagerð, öryggisgrindverk. 15.000.000
2015 maí Geysir í haukadal Uppbygging svæðisins. 50.000.000
2016 UmhverfisstofnunGeysir Styrkur til stígagerðar frá tjaldsvæði upp Laugarfell og þaðan með tröppum niður á Geysissvæðið sjálft. Útsýnispallur verður á Laugarfelli. 30.000.000
2014 apríl

Reynisfjara ehf.Veitinga- og þjónustuhús í Reynisfjöru Styrkur til uppbyggingar salernisaðstöðu sem opin verður ferðamönnum allan sólarhringinn. Markmið styrkveitingar er að styðja við uppbyggingu á svæðinu auka öryggi ferðamanna, bæta ásýnd og stuðla að bættu umgengni ferðamanna.

4.000.000
2013 apríl Snæfellsbær – Áningarstaður við Rif. Styrkur til framkvæmda við nýjan áningarstað ferðamanna við Rif á Snæfellsnesi. Markmið styrkveitingar er að styðja við uppbyggingu innviða fyrir fuglaskoðun og náttúrutengda ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. Styrkurinn er til framkvæmda við áningastað sem tengist útivistarstíg milli Rifs og Ólafsvíkur. 13.299.000
2013 apríl SnæfellsbærÚtivistarstígur milli Rifs og Ólafsvíkur Styrkur til framkvæmda við lagningu útivistarstígs á milli Rifs og Ólafsvíkur. Markmið styrkveitingar er að styðja við uppbyggingu innviða fyrir náttúrutengda ferðaþjónustu á Snæfellsnesi. 25.000.000
2013 apríl SnæfellsbærStrandupplifun og sjóböð, Ólafsvík Styrkur til hönnunar og smíði á stiga til að bæta sjósundaðstöðuna í Ólafsvík. Markmið styrkveitingar er að bæta aðgengi að ströndinni í Ólafsvík og byggja upp fjölbreyttari afþreyingu fyrir ferðamenn á Snæfellsnesi. 1.000.000
2016 Átthagastofa Snæfellsbæjar – Almenningssalerni við Sjávarsafnið í Ólafsvík Styrkur til að setja upp almenningssalerni í húsnæði Sjávarsafnsins í Ólafsvík. Salernin verða opin allan sólarhringinn og rekin af sjávarsafninu. 7.080.000
2013 apríl Þróunarfélag SnæfellingaHelgafell á Snæfellsnesi Styrkur er veittur til deiliskipulags- og landslagshönnunar við Helgafell á Snæfellsnesi. Markmið styrkveitingar er að styðja við uppbyggingu sögu- og náttúruferðamennsku á Snæfellsnesi, bæta aðgengi, ástand og umhverfi staðarins, vernda náttúruna, auka öryggi, takmarka ágang og ónæði við íbúa og auðga upplifun gesta sem sækja Helgafell heim. Styrkurinn er til undirbúnings undir framkvæmdir á svæðinu. 1.795.000
2014 apríl Hjörtur HinrikssonHelgafell á Snæfellsnesi Styrkur til endurbóta á bílastæðum, breytinga og endurgerð göngustíga ásamt uppsetning á salernisaðstöðu og skiltum. Markmið styrkveitingar er að stuðla að öryggi og ánægjulegrar upplifunar ferðafólks sem leggur leið sína á Helgafell auk þess að fyrirbyggja að ágangur ferðamanna valdi tjóni sem erfitt er að bæta. 6.424.765
2014 maí Sveitarfél. Helgafellssveit – Helgafell Göngustígagerð, náttúruvernd. 6.424.765
2014 maí UmhverfisstofnunSnæfellsbær – Búðir Göngustígur frá kirkju að „gatnamótum“. 1.000.000
2014 maí

Umhverfisstofnun – Snæfellsbær. Arnarstapi – Hellnar

a) Göngustígur (tré) frá höfninni á Arnarstapa að Pumpu, 300 m (skipulag og framkvæmd).

b) Göngustígur (tré) frá Hellnafjöru að hraunkanti (Arnarstapa) 500 m

c) Að Gatkletti, leggja ecogrids 100 m. Kostnaður við flutning á efni og jarðvinnu.

d) Arnarstapi. Smíða pall fram á bjargsbrún neðan við Bárð (teikning tilbúin).

 

 

a) 200.000

b)7.000.000

c)1.000.000

d)2.500.000

2015 maí

Arnarstapi – Hellnar

a) Deiliskipulag 2.000.000.

b) Ljúka göngustígagerð að Hellnafjöru 6.500.000

8.500.000
2016 Umhverfisstofnun – Ströndin við Arnarstapa og Hellna Styrkur til hönnunar og uppsetningar útsýnispalls og göngubrúar við strönd Stapa og Hellna, ásamt viðhaldi og uppbyggingu göngustíga. 12.340.000
2016 Stapafélagið – Göngustígur á Arnarstapa Styrkur til uppbyggingar á 860 metra löngum göngustíg um Eyrartún við Arnarstapa. 2.200.000
2014 maí Sveitarfél Grundarfjörður Göngustígar og varnir geng utanvegaakstri. 15.700.000
2016 GrundarfjarðarbærKirkjufellsfoss Styrkur til stækkunar og frágangs bílastæða, merkinga og viðhalds á tröppum og göngustíg. 6.000.000
2013 janúar Kötlusetur sesSólheimajökull Styrkur til landslagshönnunar með áherslu á heildaryfirbragð svæðisins, framkvæmdir við stígagerð og smíði og uppsetningu fræðslu- og viðvörunarskilta m.m. Markmið styrkveitingar er m.a. að vernda náttúru og jarðminjar við Sólheimajökul, bæta aðgengi, innviði og ásýnd svæðisins, auka öryggi og upplýsingagjöf til ferðamanna og stjórna umferð um svæðið. Styrkurinn er liður í uppbyggingu áfangastaða ferðamanna innan Kötlu jarðvangs. 3.000.000
2013 janúar

Hafnarfjarðarbær – Seltún – öllum til sóma Styrkur til vinnu við gerð deiliskipulags og landslagshönnunar fyrir Seltún í Krísuvík, með áherslu á heildarmynd svæðisins. Markmið styrkveitingar er m.a. að vernda jarðminjar, ásýnd og yfirbragð svæðisins, bæta innviði fyrir ferðaþjónustu og öryggi ferðamanna. Styrkurinn er til undirbúnings undir framkvæmdir á svæðinu.

1.000.000
2014 apríl HafnarfjarðarbærSeltún Áframhaldandi uppbygging. Styrkur til stígagerðar, tröppusmíða og uppsetningu skilta. Markmið styrkveitingar er að verja viðkvæma náttúru fyrir ágangi og bæta aðgengi og öryggi ferðamanna. 1.600.000
2014 maí HafnarfjarðarbærSeltún Áframhaldandi uppbygging (Krýsuvík), viðhald göngustíga, uppgræðsla og öryggishliðar. 1.770.000
2016 HafnarfjarðarkaupstaðurSeltún Styrkur vegna áframhaldandi uppbyggingar við Seltún i í Krýsuvík. Endurbætur, stækkun og yfirborðsfrágangur á bílastæðum, m.a. vegna stærri hópferðabíla. 8.000.000
2013 janúar Landeigendur Reykjahlíðar – Göngupallar/stígar á Hverarönd austan við Námaskarð Styrkur til deiliskipulagsvinnu og landslagshönnunar með áherslu á heildaryfirbragð svæðisins. Markmið styrkveitingar er m.a. að vernda náttúru og jarðminjar við Hveri austan Námaskarðs, bæta ásýnd og yfirbragð svæðisins og öryggi ferðamanna. Styrkurinn er til undirbúnings undir framkvæmdir á svæðinu. 1.500.000

 

* Samantekt á gögnum sem birt eru á vefsíðu Ferðamálastofu: http://www.ferdamalastofa.is/is/umhverfis-og-gaedi/framkvaemdasjodur-ferdamannastada/uthlutadir-styrkir. Sótt: 24. ágúst 2016.

 

Úthlutanir styrkja 2012-2016
Úthlutanir styrkja 2012-2016

 

  • Allar greinar eru birtar á ábyrgð höfunda
  • Ljósmynd Bryndís Kristjánsdóttir

Tafla yfir úthlutanir